VEFHÝSING

Við sérhæfum okkur í WordPress vefhýsingu ásamt umsjón vefsvæða. Vefhýsingin er rekin í öruggu umhverfi ISO 27001 vottuðum gagnaverum með hæstu öryggisstöðlum, öryggisgæslu Securitas 24/7, tvöfalt rafmagns- og net inntak og varaaflsstöðvar. Hýsingarlausnir okkar keyra á vélbúnaði frá viðurkenndum framleiðendum og þannig tryggjum við hámarks uppitíma, mikinn hraða og lágmarks svartíma.

Þjónusta í boði:

– Ótakmarkað diskapláss
– Dagleg öryggisafritun
– SSL dulkóðun
– Mikill hraði
– Ftp aðgangur
– IMAP pósthólf
– Hýsingarsalurinn á Íslandi með hæstu öryggisstöðlum
– Öryggisgæsla Securitas 24/7

Sérþekking á WordPress vefhýsingum, umsjón og rekstri.