GREIÐSLUSKILMÁLAR

WP vefhönnun ehf birtir verð fyrir þjónustu á hverjum tíma á vefsvæðum sínum. WP vefhönnun ehf getur breytt verði fyrir áskrift að þjónustu og eða öðrum áskriftarskilmálum með eins mánaða fyrirvara og skal breytingin kynnt á heimasíðum okkar.

Skráður rétthafi ber ábyrgð á greiðslum til WP vefhönnunar ehf vegna notkunar sem á sér stað.

Gjalddagi þjónustu er fyrsti dagur hvers mánaðar og eindagi 7 dögum eftir gjaldaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga, ber viðskiptavini að greiða dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags auk kostnaðar við innheimtu (nú Mótus ehf).

Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur. Fyrirspurnum er varðar reikningamál er svarað í síma 555 3400 eða í gegnum netfangið wpvefhonnun@wpvefhonnun.is

WP vefhönnun ehf áskilur sér rétt til að loka fyrir þjónustu 30 dögum eftir eindaga og eyða gögnum viðskiptavinar ef reikningar hafa ekki verið greiddir 90 daga frá eindaga.

Uppsögn á þjónustu skal hafa borist WP vefhönnun ehf með skriflegum hætti frá tengslanetfangi áskrifanda a.m.k. 10 dögum fyrir þau mánaðarmót sem uppsögn skal gilda frá ella tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót þar á eftir.

Mál sem rísa kunna vegna brota á samningi þessum eða vegna ágreinings um túlkun hans skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki tekst að leysa þau með samkomulagi.