LEITARVÉLABESTUN (SEO)

Við hjálpum þér að auka sýnileika þinn á leitarvél Google undir réttum leitarorðum.

Leitarvélabestun (Search engine optimization) er aðferð til að koma vefsíðum ofar í leitarniðurstöðum á leitarvélum s.s. Google, Yahoo og Bing án þess að greiða fyrir leitarniðurstöður (organic search).

Þættir sem hafa áhrif á sýnileika á leitarvélum skipta hundruðum og taka sífelldum breytingum.

Það er staðreynd að vefsíður finnast betur ef beitt er leitarvélabestun strax við hönnun til að hámarka sýnileika á leitarvélum. Með réttri meðhöndlun á leitarorðum, textum o.fl. á vefnum skorar hann betur á leitarvélum. Textinn þarf að vera vel skilgreindur, hnitmiðaður, tengjast fyrirtækinu og þeim vörum sem þú vilt koma á framfæri til að auka sýnileika vefsins.

Allar okkar vefsíður eru tengdar við Google Analytics (vefgreiningartól) sem er mjög góð leið til þess að fylgjast með öllum heimsóknum á vefsíðuna.

Leitarvélabestun (SEO) er langhlaup sem þarfnast reglulegrar athygli.