LEITARVÉLABESTUN ( SEO )

Við hjálpum þér að auka sýnileikann á leitarvélum og fá meiri umferð inn á heimasíðuna þína.

Leitarvélabestun snýst um að hámarka sýnileika á leitarvélum án þess að greiða fyrir leitarniðurstöður ( organic search ). Leitarvélabestun er mikilvæg í markaðsstarfi því flestir einstaklingar byrja á að afla sér upplýsingar um vörur og þjónustu á leitarvélum. Þættir sem hafa áhrif á sýnileika á leitarvélum taka sífelldum breytingum en með réttri meðhöndlun skorar vefurinn hærra.

Sýnileiki á leitarvélum skiptir miklu máli fyrir alla sem vilja ná til viðskiptavina. Meira en 80% kaupenda byrja leitina á Google sem er með yfir 90% markaðshlutdeild á heimsvísu. Leitarvélabestun er langhlaup sem þarfnast reglulegrar athygli.