UM FYRIRTÆKIÐ

WP vefhönnun var stofnað árið 2013 og hefur allar götur síðan verið starfrækt við góðan orðstír. Starfsmenn fyrirtækisins eru 4 talsins og búa yfir mikilli þekkingu hver á sínu sviði. Á síðustu árum höfum við smíðað hundruð vefsíður og netverslanir og byggt upp langtímasamband við viðskiptavini á víð og dreif um landið. Við veitum viðskiptavinum okkar góða og persónulega þjónustu og hjálpum þeim að láta hugmyndir sínar verða að veruleika og ná þeim markmiðum sem að var stefnt.

Við sérhæfum okkur í WordPress vefsíðugerð sem er vinsælasta og stærsta vefumsjónarkerfi í heiminum í dag með 32% markaðshlutdeild á heimsvísu og 33% á Íslandi ásamt WooCommerce netverslun sem er einfalt, öflugt og notendavænt kerfi sem hentar öllum fyrirtækjum. Við forritum einingar og viðbætur við WordPress vefumsjónarkerfið og WooCommerce netverslun ásamt sértækum lausnum fyrir viðskiptavini okkar. Þá bjóðum við upp tengingu við DK, Reglu og Navision bókhaldskerfin ásamt sambærilegum kerfum og margt fleira.

Veflausnir & hýsing í 8 ár